Skip to main content

Viðskiptaskilmálar

 

Hér má nálgast viðskiptaskilmála Icetransport  ehf – umsókn um reikningsviðskipti – tolla umboð á pdf-formi.

Viðskiptaskilmálar

Gilda um alla þá þjónustu sem Icetransport ehf. lætur viðskiptavinum sínum í té, hvort sem greitt er fyrir þjónustuna eða ekki.

Farmtryggingar

Icetransport býður viðskiptavinum sínum farmtryggingar sem gilda yfir nær alla vöruflokka aðrar en búslóðir og bifreiðar.

Incoterms 2010

Alþjóðlegir og viðurkenndir söluskilmálar.

Flutningsskilmálar – sjóflutningar

Réttindi og skyldur vegna flutninga.

Flutningsskilmálar – flugflutningar

Réttindi og skyldur vegna flutninga.

Tollmiðlunarskilmálar

Réttindi og skyldur í samningum milli tollmiðlara og viðskiptavina.

Þjónustuskilmálar

Réttindi og skyldur í samningum milli farmflytjenda og viðskiptavina.

Óski viðskiptamaður eftir þjónustu Icetransport

ber honum að virða og samþykkja viðskiptaskilmála fyrirtækisins.  Viðskiptamanni er einnig ljóst að Icetransport getur ekki veitt umbeðna þjónustu ef viðskiptamaður veitir ekki réttar eða fullnægjandi upplýsingar.  Skilmálunum er ætlað að undirstrika að viðskiptamaður hafi gert sér grein fyrir eðli þeirra þjónustu sem fellur undir skilmálanna, einnig hvaða fyrirvarar eru gerðir.

Viðskiptamaður telst hafa samþykkt skilmála þessa með undirritun viðskiptaskilmála fyrirtækisins. Viðskiptamaður veitir jafnframt samþykki sitt fyrir viðskiptaskilmálunum með  eyðublaði fyrir reikningsviðskipti.  Gengisálag er á öllum sendingum.  Álagið er breytilegt en að jafnaði um 5%.

Umboð vegna tollafgreiðslu

Framvegis þarf að skila inn umboði vegna gjaldfærslu á aðflutningsgjöldum.Um er að ræða gjaldfærslu fyrir  aðflutningsgjöldum viðskiptavina gagnvart tollayfirvöldum.  Icetransport hefur heimild til tollmiðlunar.  Starfsmönnum er heimilt að gjaldfæra aðflutningsgjöld viðskiptavina á kennitölu fyrirtækja sem eiga viðskipti við Icetransport.  Viðskiptavinir Icetransport verða að veita skriflegt samþykki á tollaumboði vegna gjaldfærslu á aðflutningsgjöldum.

Hægt er að prenta út ofangreint tollaumboð til undirritunar. Senda þarf umboðið til baka á netfangið finance@icetransport.is

Nánari upplýsingar varðandi umrædda skilmála eru veittar í síma 4 120 120.  Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið  icetransport@icetransport.is