Skip to main content

Um Icetransport

Icetransport og Fedex hraðsendingar í samstarfi síðan árið 2000

Icetransport var stofnað árið 1998 og hóf starfsemi sína árið 2000. Upphafleg starfsemi fyrirtækisins var eingöngu tengd FedEx hraðsendingum en árið 2007 tók fyrirtækið núverandi nafn og starfar sem alhliða flutningsmiðlun. Reynslumikið starfsfólk leggur sig fram fram af heilum huga við að veita viðskiptavinum fyrirtækisins persónulega þjónustu á samkeppnishæfu verði.

Hraðsendingar

Icetransport er umboðsaðili FedEx á Íslandi. Í samstarfi við FedEx getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum sendingar hratt og örugglega til og frá landinu í gegnum sterkt flutningsnet FedEx.

Flugfrakt

Icetransport hefur umboð fyrir svissneska flutningafyrirtækið Panalpina. Fyrirtæki þetta, sem stofnað var 1935, hefur sérhæft sig í flugfrakt, einkum á milli heimsálfa. Það starfrækir um 500 deildir í yfir 80 löndum og hefur þar að auki náið samstarf við sérhæfð fyrirtæki í 60 öðrum. Starfsmenn fyrirtækisins eru um 14.000.

Sjófrakt

Icetransport er í samstarfi við sjóflutningamiðlarana Ziegler og Green Carrier sem bjóða öflugt flutninga- og þjónustunet um allan heim.

Icetransport annast einnig umpökkun og alla almenna umsýslu við sjóflutning, hvort sem varningurinn er sendur í heilgámum (FCL) eða sem lausavara (LCL). Af þeim sökum geta viðskiptavinir fyrirtækisins reitt sig á að vörur þeirra fari frá sendanda og komi til viðtakanda eins örugglega og kostur er.

Öll þjónusta

Icetransport veitir alla þjónustu sem tilheyrir vöruflutningi milli landa. Við sækjum vörur og komum þeim á réttan stað á réttum tíma, ásamt því að annast útfyllingu tollskjala og aðra umsýslu. Við finnum út bestu flutningsleiðina í samvinnu við umboðsaðila sem staðsettir eru víðsvegar um heiminn.

Stórflutningar

Vanti þér upplýsingar og verð í flutninga á heilförmum, þá bjóðum við upp á góða tengingu hjá fyrirtæki sem bjóða upp á ráðgjöf og upplýsingar ásamt flutningsleiðum til viðskiptavina. Vinsamlega hafðu samband við sales@icetransport og við komum þér í beina tengingu.