Farmtryggingar

 

Icetransport býður viðskiptavinum sínum farmtryggingar sem gilda yfir nær alla vöruflokka aðrar en búslóðir, bifreiðar og fersk matvæli.

Hraðsendingar

Allar vörur sem Icetransport hefur tekið að sér að sjá um flutninga á með hraðsendingarþjónustu og eru að C+F verðmæti allt að ISK 250.000 eru sjálfkrafa tryggðar og kostar sú trygging ISK 950. Undanskilið eru sendingar með búslóðum og ökutækjum. Eigin áhætta vátryggðs (þ.e. eiganda vörunnar) í sérhverju tjóni er ISK 10.000. Vilji viðskiptamaður afþakka þessa tryggingu ber honum að tilkynna Icetransport um það með skriflegum hætti (tölvupósti).

Sé C+F verðmæti vörunnar meira en ISK 250.000 þá er tryggingin prósentuhlutfall af verðmæti vörunnar + flutningsgjald. Biðja þarf skriflega (með tölvupósti) um þessa farmtryggingu og áður en flutningur með hraðsendingu á sér stað.

Flug- og sjósendingar

Allar vörur, utan hraðsendinga, sem Icetransport hefur tekið að sér að annast flutninga á til eða frá Íslandi og eru að C+F verðmæti allt að ISK 1.000.000 eru sjálfkrafa tryggðar og kostar sú trygging ISK 1250. Undanskilið eru sendingar með búslóðum og ökutækjum í flutningum til Íslands en sendingar með búslóðum, ökutækjum og ferskum matvörum í flutningum frá Íslandi. Eigin áhætta vátryggðs (þ.e. eiganda vörunnar) í sérhverju tjóni er ISK 15.000. Vilji viðskiptamaður afþakka þessa tryggingu ber honum að tilkynna Icetransport um það með skriflegum hætti (tölvupósti).

Sé C+F verðmæti vörunnar meira en ISK 1.000.000 þá er tryggingin prósentuhlutfall af verðmæti vörunnar + flutningsgjald. Biðja þarf skriflega (með tölvupósti) um þessa farmtryggingu og áður en flutningur á sér stað.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá vinsamlegast hafið samband við sölu- og markaðssvið Icetransport.