FedEx viðskiptanúmer

Hraðsendingar

Icetransport býður viðskiptavinum sínum að stofna FedEx viðskiptanúmer (e. FedEx account númer) til þess að nýta sér hraðsendingarþjónustu út um allan heim. Með því að fylla út formið hér til hliðar sækir þú um FedEx viðskiptanúmer sem berst til þín einum til tveimur sólarhring eftir að sótt er um.

Kostir við FedEx viðskiptanúmers

Hvort sem um ræðir einstklinga eða fyrirtæki þá geta allir sótt um viðskiptanúmer til að greiða fyrir flutninga á FedEx hraðsendingum til og frá Íslandi. Oft getur reynst erfitt að fá sendanda til þess að senda vöru til Íslands og því er góður kostur að nýta sér hraðsendingarþjónustu FedEx.

Icetransport sér um að útbúa farmbréf, óska eftir að láta FedEx sækja sendinguna og koma henni til Íslands. Allt ferlið er rekjanlegt og hægt að fylgjast með sendingunni á heimasíðu okkar.

Gagnlegar upplýsingar

Þær upplýsingar sem þurfa að berast til Icetransport til að sækja sendingu eru eftirtaldar:

  • Nafn sendanda eða fyrirtækis
  • Tengilið sendanda/fyrirtækis
  • Heimilisfang sendanda
  • Símanúmer sendanda
  • Netfang sendanda
  • Innihaldslýsingu og vöruverðmæti

Við viljum einnig benda viðskiptavinum okkar að kynna sér verðskrá til Íslands og þjónustutakmörk vegna hraðsendinga.