Skip to main content

Jafnlaunastefna

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að jafnlaunakerfi Icetransport ehf standist lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skv. lögum nr. 150/2020. Jafnlaunakerfið nær yfir alla starfsmenn félagsins.

Tilgangur kerfisins er að tryggja starfsfólki Icetransport ehf sömu kjör fyrir sömu eða jafn verðmæt störf. Launaákvarðanir eru ákveðnar af launaráði og eru í samræmi við gildandi kjarasamninga.

Icetransport ehf skuldbindur sig til að;

  • innleiða jafnlaunavottun sem byggist á ÍST 85 staðlinum og framfylgja honum. Jafnlaunastefnan er jafnframt launastefna félagsins.
  • að kerfið feli í sér stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.
  • fylgja lögum, reglum og kjarasamningum sem eru í gildi.
  • skapi umgerð til að setja fram og rýna jafnlaunamarkmið.
  • að kerfið sé uppsett svo að skjalfesting, innleiðing og viðhald sé framkvæmt.
  • kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar sem gerðar eru árlega.
  • stefnan er kynnt öllum starfsmönnum og einnig á vefsíðu Icetransport ehf.

 

Hafnarfirði 15. október 2021