Starfsumsókn

Mikilvægt að senda góða starfsumsókn eða umsóknarbréf ásamt ferilskrá.

Passaðu að starfsumsóknin sé skýr og tekið sé fram um hvaða starf er sótt. Eins er gott að vita hvers vegna þú telur að starfið henti þér.

Mikilvægt er að láta fullt nafn, símanúmer og netfang fylgja með umsókn svo að við getum haft samband og boðið þér til viðtals. Farðu vel yfir starfsumsókn þína, með tilliti til málfars og stafsetningar.