Sækja sendingu til útflutnings

Annað

Afhendingar

FedEx hraðsendingar eru afhentar næsta virka dag í helstu borgum Bandaríkjanna og Evrópu. Afhendingartími til helstu borga í Suður-Ameríku, Asíu, Afríku og Ástralíu er 48-72 klukkustundir. Reikna má með einum til þremur aukadögum í flutningstíma á smærri staði.

Nánari upplýsingar eru veittar af þjónustufulltrúa í síma 4 120 120 eða í netfanginu export@icetransport.is

  • Bóka þarf pick up til Evrópu, Asíu, Afríku og Ástralíu fyrir kl 10:30 eigi sending að fara utan samdægurs.
  • Bóka þarf pick up til Bandaríkjanna og Suður-Ameríku fyrir kl 13:00 eigi sending að fara utan samdægurs.

Sendingar sem þurfa sérstaka tollmeðferð fyrir útflutning (Skoðunarbeiðni – E14) eru sendar út næsta virka dag.

Óviðráðanlegar tafir, svo sem vegna veðurs, seinkana í flugi eða vegna bilana á flugvélum og seinkun á tollafgreiðslu hvar sem er í heiminum, geta haft áhrif á afhendingartíma.