Skip to main content

Incoterms 2000

Incoterms 2000 eru staðlaðir viðskiptaskilmálar

Incoterms 2000 eru staðlaðir viðskiptaskilmálar (t.d. FCA, FOB og CIF) gefnir út af International Chamber of Commerce (ICC). Verslunarráð Íslands er meðlimur í ICC. Incoterms 2000 gera útflytjendum mögulegt að gefa verðtilboð þar sem skipting kostnaðar og áhættu, sem fellur til við flutning vörunnar á milli seljanda og kaupanda, er skýr.

Það eru 11 Incoterms

Það eru 11 Incoterms og má hugsa sem svo að þeir standi fyrir skrefum í því hvernig verkaskipting vegna flutningsins, greiðsla kostnaðar og áhætta af tjóni færist frá seljanda til kaupanda.

Þannig er EXW “Ex Works” sá Incoterm sem leggur minnstar skyldur á seljanda og er venjulega notaður þegar vöruafhending fer fram á athafnasvæði seljanda. Á hinum endanum er DDP “Delivery Duty Paid” sá Incoterm sem leggur mestar skyldur á seljanda og er t.d. notaður þegar afhending vöru fer fram á athafnasvæði kaupanda.

Skilmálar sem einungis eiga við þegar um sjóflutning er að ræða eru: FAS, FOB, CFR, CIF, DES og DEQ. Skilmálar fyrir gámaflutning og allan flutningamáta, þ.m.t. fjölþátta flutning eru: EXW, FCA, CIP ,CPT, DAF, DDU og DDP

ATHUGIРað Incoterms eru skilmálar um sölu í samningi milli kaupanda og seljanda og ætti ekki að rugla við samninga um flutning milli sendanda og flutningsaðila.

Viðskiptaaðilar ættu hins vegar að veita flutningsaðilum skýrar upplýsingar um hvaða Incoterms eru notaðir í sölusamningnum. Það tryggir að samningur um flutning sé í samræmi við samning um sölu.

ATHUGIРað Incoterms taka á skiptingu kostnaðar og áhættu milli seljanda og kaupanda auk ákveðinna skuldbindinga varðandi tollafgreiðslu og tryggingar og verkaskiptingu (hver á t.d. að sjá um tollafgreiðsluna).

Það geta hins vegar verið ýmsir aðrir skilmálar sem þarf að skilgreina í sérstaklega í samningi, til viðbótar við Incoterms.

Seljendur ættu því að:

  • Tilgreina hvernig afhending á að fara fram og þá sérstaklega hver á lesta og hver á að losa.
  • Tilgreina hvaða og hversu mikilla trygginga er óskað auk landfræðilegs og tímalegt gildissviðs þeirra. (hvar og hvenær tryggingin hefst og endar).
  • Tilgreina kröfur eða takmarkanir um flutningstæki eða flutningsmáta (t.d. frystigámur, lestist ekki á þilfar osfrv.).
  • Tryggja að samningurinn innifeli ákvæði um force majeure, takmörkun skyldu “exoneration”, eða tímatakmarkanir ef þeir eru skuldbundnir fyrir tollafgreiðslu eða afhendingu á stað sem er inni í erlendu landi. ATHUGIÐ SÉRSTAKLEGA að þetta er langt frá því að vera tæmandi umfjöllun um Incoterms. Nánari upplýsingar fást á vefsíðu Incoterms 2000

Sjá einnig; Incoterms