Farmtryggingar
Icetransport, í samstarfi við TM, býður viðskiptavinum sínum farmtryggingar fyrir vörusendingar sínar.
- Sendingar sem eru að vátryggingarverðmæti allt að kr. 2.000.000
- Þær vörusendingar sem Icetransport hefur tekið að sér að annast flutninga á til og frá Íslandi, sem er að vátryggingarverðmæti allt að kr. 2.000.000 eru tryggðar sjálfkrafa og greiðir vátryggingartaki fast iðgjald kr. 1.500. Eigin áhætta vátryggingartaka í hverju tjóni er kr. 20.000 vegna hverrar vörusendingar
- Sendingar sem eru að vátryggingarverðmæti yfir kr. 2.000.000 þarf að tryggja sérstaklega.
- Þegar vörusendingar sem eru að vátryggingarverðmæti yfir kr. 2.000.000 þá þarf að tryggja sendinguna sérstaklega og þá alla fjárhæðina ekki eingöngu það sem er umfram kr. 2.000.000
- Fyrir hverja vörusendingu samkvæmt farmskírteini sem Icetransport hefur tekið að sér að annast flutninga á til og frá Íslandi og er að vátryggingarverðmæti yfir kr. 2.000.000 greiðir vátryggingartaki iðgjald samkvæmt iðgjaldaskrá TM á hverjum tíma. Eigin áhætta vátryggingartaka í hverju tjóni er kr. 75.000 vegna hverrar vörusendingar.
- Búslóðir og ökutæki.
- Í öllum tilvikum þar sem vörusending er búslóð eða ökutæki þarf að tryggja sendinguna sérstaklega og greiðir vátryggingartaki iðgjald og eigin áhættu samkvæmt iðgjaldaskrá TM á hverjum tíma.
- Vátryggingarverðmæti/vátryggingarfjárhæð
- Vátryggingarverðmæti vátryggðrar vörusendingar er tollverð hennar sem jafnframt er vátryggingarfjárhæð þ.e hámarksbætur úr vátryggingunni
- Tilkynning um tjón og tjónsuppgör og hvaða gögn þurfa að fylgja.
- Þegar tjón verður þarf að tilkynna það til TM eins fljótt og unnt er með rafrænni tjónstilkynningu á heimasíðu TM
- Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja tjónstilkynningu;
- Farmbréf
- Vörureikningur
- Afgreiðsluseðill flutningsaðila
- Önnur gögn ef þess er óskað við afgreiðslu tjónsins.
- Skilmála farmtryggingar má finna hér
Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá vinsamlegast hafið samband við sölu- og markaðssvið Icetransport sales@icetransport.is