Vörur sem ekki má senda með FedEx hraðsendingum
Eftirfarandi vörur má ekki undir neinum kringumstæðum flytja með FedEx. Ekki er heimilt að senda FedEx sendingar í pósthólf (e. PO-box) og ekki er hægt að rukka móttakanda um flutning nema sendandi hafi FedEx reikningsnúmer viðtakanda.
- Hættulegur varningur sem getur valdið skaða á heilsu fólks eða öðrum vörum.
- Lifandi dýr.
- Lík manna, að ösku meðtalinni.
- Matvæli sem þurfa að vera í kælingu.
- Peninga.
- Skotvopn, hluta til þeirra eða skotfæri.
- Sprengiefni (þar á meðal flugelda).
Fyrir frekari upplýsingar um vörur sem ekki má flytja til ákveðinna landa má hafa samband við útflutningsdeild.
Lönd sem ekki má senda til með FedEx
Eftirfarandi lönd bjóða ekki upp á FedEx þjónustu.
Búrma (Myanmar) | Norður-Kórea | St. Helena |
Mið-Afríkulýðveldið | Mayotte-eyja | Súdan |
Kómórur | Jemen | Sýrland |
Kúba | Nárú | Tadsíkistan |
Miðbaugs-Gínea | Niue | Tokelúeyjar |
Falklandseyjar | Saint Pierre & Miquelon | Túrkmenistan |
Gínea-Bissau | Sao Tome & Principe | Túvalú |
Íran | Sierra Leone | Wakeeyjar |
Johnston-eyjar | Salómoneyjar | |
Kíríbatieyja | Sómalía |