Skip to main content

Hvað er greiðsluþyngd / rúmmálsþyngd?

Greiðsluþyngd er jafnan kallað rúmmálsþyngd og er notuð þegar rúmmál sendinga fer fram úr hlutfalli raunþyngdar og rúmmáls. Ef rúmmál reiknast meira en raunþyngd sendingar er greitt samkvæmt rúmmáli.

Rúmmálsþyngd er reiknuð með eftirfarandi formúlu.

(Lengd * breidd * hæð í cm) / 5000 = rúmmálsþyngd í kílógrömmum

Hámarksstærð

Hver FedEx kassi má ekki vera stærri en 330 cm. Hámarkslengd er 274 cm og er hámarksstærð hvers kassa fundin með eftirfarandi formúlu. Hver kassi má ekki vera þyngri en 67 kg að raunþyngd.

Lengd + 2 * (breidd+hæð) = Hámarksstærð

Hægt er að sækja rúmmálsreikni hér.